Þá lagði Timmermans leið sína fram hjá apabúrinu og svo virðist sem fljótlega hafi einhverskonar tengsl eða samband komist á á milli hennar og Chita. Eftir þetta heimsótti hún Chita vikulega en nú er þessum heimsóknum lokið að sögn Newsweek.
„Ég elska dýr og hann elskar mig. Ég hef ekkert annað. Af hverju að taka þetta af mér? Við áttum í sambandi, það verð ég að játa,“ sagði Timmermans í samtali við Newsweek.
Það er rétt að taka fram að þegar hún segir að þau hafi átt í sambandi þá var um fallegt samband að ræða þar sem Timmermans heimsótti Chita einu sinni í viku og þau vinkuðu hvort öðru og sendu fingurkossa í gegnum girðinguna. Það er þetta sem Timmermans lýsir sem „sambandi“ þeirra.
En nú getur hún ekki heimsótt Chita oftar þar sem stjórnendur dýragarðsins hafa bannað henni að koma oftar. Ástæðan er að dýragæslufólk telur að Chita geti ekki átt í eðlilegum samskiptum við hina simpansana því hann var svo upptekinn af Timmermans. Þetta varð að sögn til þess að hinir aparnir byrjuðu að hunsa hann og er hann því einn megnið af deginum. Nú á að reyna að breyta því með því að loka á heimsóknir frá Timmermans.