The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin sýni einnig að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi gert það að verkum að úrkoma á flóðasvæðunum sé orðin 20% meiri en áður. Niðurstaðan styður við niðurstöðu IPCC, loftslagsráðs SÞ, um að losun gróðurhúsalofttegunda sé aðalorsökin fyrir öfgafyllra veðri en áður. Má þar nefna að á síðustu mánuðum hafa mikil flóð verið í Vestur-Evrópu og Kína, hitabylgjur í Norður-Ameríku og skógareldar í Rússlandi, Grikklandi, Tyrklandi og Bandaríkjunum.
Höfundar rannsóknarinnar, sem eru frá the World Weather Attribution group, segja að samhliða hækkandi hitastigi muni miklum rigningum og flóðum í Vestur- og Mið-Evrópu fjölga. Þeir hafa áður komist að þeirri niðurstöðu að miklar hitabylgjur í Norður-Ameríku síðustu árin væru nær útilokaðar ef loftslagsbreytingarnar væru ekki að eiga sér stað.