fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Loftslagsvandinn jók líkurnar á flóðunum í Þýskalandi í sumar nífalt

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 16:00

Frá hamfarasvæðinu í Schuld í Þýskalandi síðasta sumar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarleg úrkoma var í Þýskalandi og Belgíu í júlí og orsakaði mikil flóð. Að minnsta kosti 222 létust og eignatjónið var mikið. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að vegna loftslagsbreytinganna voru nífalt meiri líkur á að óveður sem þetta skylli á en ella.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin sýni einnig að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi gert það að verkum að úrkoma á flóðasvæðunum sé orðin 20% meiri en áður. Niðurstaðan styður við niðurstöðu IPCC, loftslagsráðs SÞ, um að losun gróðurhúsalofttegunda sé aðalorsökin fyrir öfgafyllra veðri en áður. Má þar nefna að á síðustu mánuðum hafa mikil flóð verið í Vestur-Evrópu og Kína, hitabylgjur í Norður-Ameríku og skógareldar í Rússlandi, Grikklandi, Tyrklandi og Bandaríkjunum.

Höfundar rannsóknarinnar, sem eru frá the World Weather Attribution group, segja að samhliða hækkandi hitastigi muni miklum rigningum og flóðum í Vestur- og Mið-Evrópu fjölga. Þeir hafa áður komist að þeirri niðurstöðu að miklar hitabylgjur í Norður-Ameríku síðustu árin væru nær útilokaðar ef loftslagsbreytingarnar væru ekki að eiga sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga