fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Landamæramúr Trump í Arizona er illa farinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 22:00

Hluti af landamæramúr Trump. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Donald Trump hóf kosningabaráttu sína árið 2015 sagði hann meðal annars: „Enginn byggir betri veggi en ég.“ Hann sagði þá að „múrinn mikli“ sem hann hugðist reisa á suðurlandamærum Bandaríkjanna myndi halda innflytjendum frá Bandaríkjunum enda yrði hann „ókleifur, öflugur og fallegur“.

En miðað við myndir sem Gizmodo hefur birt þá stendur nú ekki allur „múrinn mikli“ í Arizona undir þessum loforðum Trump. Það má eiginlega segja að múrinn haldi ekki vatni frekar en fullyrðingar Trump um hann.

Miðað við myndirnar þá er múrinn illa farinn á nokkrum stöðum og virðist sem rigningar hafi skemmt hann.

Á valdatíma Trump sögðu sérfræðingar að skilja þyrfti flóðgáttir á múrnum eftir opnar sumsstaðar vegna mikilla rigninga og flóða ef koma ætti í veg fyrir að hann skemmdist. Margar flóðgáttanna verður að opna með handafli því þær eru á afskekktum hlutum múrsins og eru þær stundum opnar svo mánuðum skiptir og ekkert eftirlit er við þær og því auðvelt aðgengi í gegnum þær til Bandaríkjanna að sögn Washington Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali