En miðað við myndir sem Gizmodo hefur birt þá stendur nú ekki allur „múrinn mikli“ í Arizona undir þessum loforðum Trump. Það má eiginlega segja að múrinn haldi ekki vatni frekar en fullyrðingar Trump um hann.
Miðað við myndirnar þá er múrinn illa farinn á nokkrum stöðum og virðist sem rigningar hafi skemmt hann.
Á valdatíma Trump sögðu sérfræðingar að skilja þyrfti flóðgáttir á múrnum eftir opnar sumsstaðar vegna mikilla rigninga og flóða ef koma ætti í veg fyrir að hann skemmdist. Margar flóðgáttanna verður að opna með handafli því þær eru á afskekktum hlutum múrsins og eru þær stundum opnar svo mánuðum skiptir og ekkert eftirlit er við þær og því auðvelt aðgengi í gegnum þær til Bandaríkjanna að sögn Washington Post.