Þau merku tímamót urðu í raforkumálum Ástrala um síðustu helgi að meira var framleitt af raforku með sólarorku en kolum. Þetta gerðist á sunnudaginn og varði aðeins í nokkrar mínútur en þetta er í fyrsta sinn sem sólarorka hefur framleitt meira rafmagn en framleitt er með kolum. Sérfræðingar segja að þrátt fyrir að þessi merki áfangi hafi náðst eigi Ástralar enn langt í land með að nýta endurnýjanlega orkugjafa betur.
The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að í þessar fáu mínútur hafi 9.315MW verið framleidd með kolum en 9.427MW með sólarorku. Haft er eftir Dylan McConnell, hjá University of Melbourne, að í stutta stund hafi sólarorka staðið undir 57% af raforkuframleiðslu landsins.