Eigandi hússins er Ibrahim bin Laden, sem eins og nafnið gefur til kynna er bróðir hryðjuverkamannsins Osama bin Laden sem var heilinn á bak við árás al-Kaída á Bandaríkin í september 2001. New York Post skýrir frá þessu.
Bin Laden hefur átt húsið síðan 1983 en hann hefur ekki komið þangað eftir hryðjuverkaárásina 2001. Hann var í fríi erlendis þegar hún var gerð og hefur ekki þorað að snúa aftur af ótta við að nafn hans valdi honum vandræðum.
Húsið hefur því staðið tómt í tæp tuttugu ár og má nýr eigandi því reikna með að þurfa að sinna margvíslegu viðhaldi á húsinu.