„Ég missti bara fótleggina, ég hefði getað dáið,“ hefur Marca eftir henni.
Haven fæddist í Víetnam og voru foreldrar hennar ekki giftir. Það ýtti undir ákvörðun þeirra um að þau gætu ekki búið saman öll þrjú og því skyldu þau öll deyja segir í umfjöllun People um Haven.
Sex mánuðum eftir sprenginguna ættleiddu bandarísku hjónin Rob og Shelly Shepherd hana. „Ég er þeim þakklát fyrir að hafa bjargað mér. Foreldrar mínir gáfu mér allan heiminn,“ sagði Haven um hjónin en hún hefur kallað þau pabba og mömmu alla tíð frá ættleiðingunni.
Haven er góð sundkona og keppir nú á Ólympíuleikum fatlaðra sem standa yfir í Tókýó. Hún hefur æft sund af miklum krafti síðustu árin, oft tvær æfingar á dag. Þessi 18 ára kona keppir í 100 og 200 metra fjórsundi og hún er full sjálfstraust. „Ef ég fer heim frá Tókýó og get borið höfuðið hátt þá er það meira virði en gullverðlaun,“ sagði hún.