Aftonbladet hefur eftir vitni að það hafi heyrt fimm eða sex skothvelli skömmu fyrir klukkan 22 en fyrsta tilkynning um skothvellina barst lögreglunni klukkan 21.57. Talsmaður lögreglunnar sagði að skömmu síðar hafi verið komið með alvarlega særðan mann á sjúkrahús í bænum.
Aftonbladet segir að maðurinn sé á fertugsaldri og sé alvarlega særður. Það var vinur hans sem ók honum á sjúkrahúsið.
Vitni sáu nokkrum bílum ekið mjög hratt á brott frá staðnum þar sem skotum var hleypt af. Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að maðurinn hafi verið skotinn í bringu og fótlegg og sé alvarlega særður.
Lögreglan fann bíl með sundurskotna framrúðu og á vettvangi fundust ýmis sönnunargögn. Fjórir hafa verið handteknir vegna málsins.