fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Pressan

Nýtt kórónuveiruafbrigði fannst í Danmörku – Hugsanlega meira smitandi en Deltaafbrigðið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 06:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt afbrigði af kórónuveirunni, kallað AY.3 eða B.1621, hefur fundist í Danmörku. Þetta er undirafbrigði af Deltaafbrigðinu og er talið að það sé hugsanlega meira smitandi en Deltaafbrigðið sem er meira smitandi en önnur þekkt afbrigði.

Berlingske skýrir frá þessu og segir að sjö tilfelli með þessu nýja afbrigði hafi fundist. Afbrigðið kom fyrst fram á sjónarsviðið í Kólumbíu.

Breski eðlisfræðiprófessorinn og „heimsfaraldursstærðfræðingurinn“ Christina Pagel sagði í síðustu viku á Twitter að fullt tilefni sé til að hafa áhyggjur af þessu afbrigði sem hún sagði að vísbendingar væru um að væri meira smitandi en Deltaafbrigðið. Hún sagði að enn væri of snemmt að draga ályktanir um hvort afbrigðið sé meira smitandi en Deltaafbrigðið og ekki sé enn vitað hvort það sé ónæmara fyrir bóluefnum og náttúrulegu ónæmi hjá fólki. Hún benti einnig á að smitum af völdum þessa afbrigðis fjölgi nú ört í Bretlandi og Bandaríkjunum. Í Suðurríkjum Bandaríkjanna, þar sem margir hafa efasemdir um bóluefnin gegn kórónuveirunni, er þetta nýja afbrigði á bak við 40% af smitunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“