Berlingske skýrir frá þessu og segir að sjö tilfelli með þessu nýja afbrigði hafi fundist. Afbrigðið kom fyrst fram á sjónarsviðið í Kólumbíu.
Breski eðlisfræðiprófessorinn og „heimsfaraldursstærðfræðingurinn“ Christina Pagel sagði í síðustu viku á Twitter að fullt tilefni sé til að hafa áhyggjur af þessu afbrigði sem hún sagði að vísbendingar væru um að væri meira smitandi en Deltaafbrigðið. Hún sagði að enn væri of snemmt að draga ályktanir um hvort afbrigðið sé meira smitandi en Deltaafbrigðið og ekki sé enn vitað hvort það sé ónæmara fyrir bóluefnum og náttúrulegu ónæmi hjá fólki. Hún benti einnig á að smitum af völdum þessa afbrigðis fjölgi nú ört í Bretlandi og Bandaríkjunum. Í Suðurríkjum Bandaríkjanna, þar sem margir hafa efasemdir um bóluefnin gegn kórónuveirunni, er þetta nýja afbrigði á bak við 40% af smitunum.