fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Ný holskefla flóttamanna mun reyna að komast til Evrópu – Grikkir undirbúa sig

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 16:30

Afgönsk börn í flóttamannabúðum sækja sér vatn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknað er með að mörg þúsund afganskir flóttamenn munu leita í átt til Evrópu á flótta sínum undan Talibönum sem nú hafa tekið völdin í Afganistan. 2015 og 2016 reyndi ein milljón sýrlenskra flóttamanna að komast yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Þá voru aðildarríki ESB ekki undir slíkan flóttamannastraum búin og neyddist ESB til að gera umdeildan samning við Tyrkland um að taka við sýrlenskum flóttamönnum gegn því að fá milljarða evra frá ESB.

Leiðtogar ESB hétu því þá að staða sem þessi myndi ekki koma aftur upp. En enn hefur ekki tekist að ná samstöðu um nýtt og skilvirkt kerfi við móttöku flóttamanna og því er afgreiðsla mála þeirra mismunandi á milli hinna einstöku Evrópuríkja.

Þjóðverjar hafa gefið í skyn að þeir séu reiðubúnir til að taka á móti afgönskum flóttamönnum. Angela Merkel, kanslari, hefur þó sagt að í fyrstu þurfi nágrannaríki Afganistan að taka við flóttamönnunum og fá aðstoð frá ESB til að gera það. „Við þurfum að íhuga aðra lausn, að fólk sem er í sérstakri hættu geti komið til Evrópu á skipulagðan hátt,“ sagði hún.

En spurningin er hvernig er hægt að gera þetta skipulega og um leið hafa yfirsýn og stjórn á hverjir fá að koma til álfunnar? Grikkir ætla ekki að bíða eftir að samstaða náist um þetta og eru nýbúnir að ljúka byggingu 40 kílómetra langrar girðingar á landamærum sínum til að koma í veg fyrir að flóttamenn komist frá Tyrklandi eins og gerðist þegar sýrlensku flóttamennirnir streymdu til Evrópu. Girðingin er með fullkomnu eftirlitskerfi sem á að auðvelda eftirlit á landamærunum. Grikkir fengu stóran hluta af sýrlensku flóttamönnunum í sinn hlut því samkvæmt Dyflinarsáttmálanum þá á að taka mál hælisleitenda fyrir í því landi sem þeir koma fyrst til og mál þeirra er skráð.

Þessi holskefla varð til þess að nokkur Evrópuríki ákváðu að opna landamæri sín svo flóttamennirnir gætu leitað lengra norður á bóginn svo að Grikkir sætu ekki einir uppi með móttöku þeirra.

Meðal aðildarríkja ESB er ekki mikill áhugi á að endurtaka þá stöðu sem kom upp þegar sýrlensku flóttamennirnir streymdu til álfunnar. Enn er óljóst hversu margir Afganar munu reyna að komast til Evrópu en Grikkir ætla ekki að taka neina sénsa í þeim málum og hafa því reist landamæragirðinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár