fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Drama á drama ofan – Svona er samband bræðranna í dag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 05:57

Bræðurnir og eiginkonur þeirra þegar allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið framhjá mörgum að samband bræðranna William og Harry, Bretaprinsa, hefur verið ansi stirt síðustu misseri. Að sögn erlendra fjölmiðla hefur samband þeirra verið svo stirt að þeir töluðust varla við en þeir voru alltaf nánir hér á árum áður.

Harry viðurkenndi í viðtali fyrir tveimur árum að samband þeirra bræðra væri ekki gott. Margir hafa viljað kenna eiginkonu Harry, Meghan Markle, um það og segja hana vera einhverskonar spellvirkja sem hafi eyðilagt samband bræðranna.

Þegar Harry og Meghan ákváðu að segja skilið við konungshöllina og störf sín fyrir hana, hið svokallaða Megxit, sendi höllin frá sér yfirlýsingu um að William og eiginkona hans, Kate Middleton, ættu enga sök á þessari ákvörðun Harry og Meghan.

Síðar kom fram að það hafi ekki verið til að bæta stöðuna að daginn fyrir brúðkaup Harry og Meghan sinnaðist henni við Kate og var deiluefnið háalvarlegt mál um hvernig sokkabuxum kornungar brúðarmeyjar ættu að klæðast.

Ekki batnað sambandið fyrr á þessu ári þegar Harry og Meghan komu fram í spjallþætti bandarísku spjallþáttadrottningarinnar Oprah Winfrey og sögðu sögu sína af viðskilnaðinum við konungshöllina.

En nú eru kannski bjartari tímar framundan hjá bræðrunum. Að minnsta kosti ef marka má orð Stewart Pearce sem er að sögn sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar. Hann segir að svo virðist sem William, Harry, Kate og Meghan hafi nú náð saman á nýjan leik. Us Weekly skýrir frá þessu.

„Ég veit að þau fjögur tala saman og að þau tala saman í gegnum Zoom og FaceTime,“ er haft eftir Price sem skrifaði bókin „DianaThe Voice of Change“.

Hann sagði að hjónin væru mjög náin þrátt fyrir að vera „mjög ólík“. „Heimssýn þeirra er mjög einstaklingsbundin og það er ótrúlegt að þau virða hvert annað,“ sagði hann.

Að sögn heimildarmanna fór að rofa til í samskiptum hjónanna eftir að dóttir Harry og MeghanLillibet, fæddist. Kate er sögð hafa sent margar kveðjur og gjafir til Lillibet og Meghan til að reyna að koma vináttunni í lag á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“