Ástæðan fyrir þessu var að Trump sagði: „Ég ráðlegg ykkur að láta bólusetja ykkur.“ Þetta fór greinilega ekki vel í áhorfendur sem tóku þessari ráðleggingu hans ekki vel og létu óánægju sína í ljós.
Deltaafbrigði kórónuveirunnar herjar af miklum þunga á Alabama og fleiri af hinum svokölluðu Suðurríkjum Bandaríkjanna. Stór hluti íbúa Alabama er efins um kosti þess að láta bólusetja sig gegn veirunni og það má greinilega heyra í myndbandinu hér fyrir neðan.
„Ég skil að þið njótið algjörs frelsis. Það geri ég og þið eigið að gera það sem þið viljið en ég ráðlegg ykkur að láta bólusetja ykkur. Ég lét bólusetja mig, það er gott, látið bólusetja ykkur,“ sagði hann og uppskar óánægju fundargesta.
Trump var bólusettur í kjölfar þess að hann veiktist af COVID-19 í október á síðasta ári.
Hann brást við óánægju fundargesta með því að segja að hann myndi verða fyrstur til að láta vita ef bóluefnið virki ekki.
Í Alabama eru 85% COVID-19 sjúklinga, sem liggja á sjúkrahúsum, óbólusettir og tilfellum fer fjölgandi hjá börnum.