fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ákæra fyrrum forseta Bólivíu fyrir þjóðarmorð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 18:00

Jeanine Anez. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að forsetakosningar fóru fram í Bólivíu á síðasta ári hafa þungar ásakanir dunið á Jeanine Anez fyrrum forseta landsins. Á föstudaginn ákærðu saksóknarar hana fyrir þjóðarmorð og aðra glæpi.

Í skjölum frá ríkissaksóknara landsins kemur fram að Anez er talin bera ábyrgð á dauða rúmlega 20 stjórnarandstæðinga fyrir tveimur árum. Ef hún verður sakfelld á hún 10 til 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hún tók við sem forseti í nóvember 2019 eftir að forveri hennar og andstæðingur, Evo Morales, sagði af sér embætti í kjölfar margra vikna mótmæla gegn umdeildu endurkjöri hans en hann var endurkjörinn forseti og hóf fjórða kjörtímabil sitt en það er óheimilt að sitja svo lengi í forsetaembættinu samkvæmt stjórnarskrá landsins. Morales flúði úr landi eftir að Samtök Ameríkuríkja lögðu fram sannanir fyrir að kosningasvindl hefði átt sér stað.

Í kjölfar kjörs Morales og flótta hans úr landi brutust út hörð átök á milli stuðningsmanna hans og öryggissveita.

Ákærurnar á hendur Anez snúast um tvo atburði í nóvember 2019 en 22 létust þá. Í skýrslu Samtaka Ameríkuríkja um málið er þessum atburðum lýst sem „fjöldamorðum“. Í skýrslunni kemur fram að lögreglan og öryggissveitir hafi beit óþarflega miklu valdi til að koma á lögum og reglu í kjölfar kosninganna. Juan Lanchipa, ríkissaksóknari, segir að þessir atburðir falli undir ákvæði um „þjóðarmorð, alvarlegar og síður alvarlegar árásir og árásir sem valda dauða“.

Ekki er ljóst hvort ákæran fari fyrir dómstóla því til þess að svo geti orðið þarf hæstiréttur að biðja þing landsins um heimild til að draga Anez til ábyrgðar fyrir það sem hún er ákærð fyrir.

Í forsetakosningum á síðasta ári komst pólitískur bandamaður Morales til valda og eftir það hefur athygli lögreglunnar og ákæruvaldsins beinst að Anez og bandamönnum hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“