Um 148.000 manns er að ræða. Bill de Blasio, borgarstjóri, tilkynnti þetta í gær. Þarf fólkið að vera búið að fá að minnsta kosti fyrri skammtinn af bóluefni fyrir 27. september.
New York slæst þar með í hóp með Los Angeles, Chicago og Washington D.C. þar sem sömu kröfur eru gerðar til starfsfólks grunnskóla.
„Við viljum að skólarnir okkar séu mjög öruggir allt árið,“ sagði de Blasio á fréttamannafundi.
Skólaárið hefst þann 13. september næstkomandi í New York.