fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

„Þú ert ekki hestur. Þú ert ekki kýr. Í alvöru allir. Hættið þessu.“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 05:56

Bændur þurfa áburð á túnin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú ert ekki hestur. Þú ert ekki kýr. Í alvöru allir. Hættið þessu,“ svona hljóðar færsla frá bandarísku lyfjastofnuninni, FDA, á Twitter. Ástæðan er að sífellt fleiri Bandaríkjamenn eru byrjaðir að nota lyfið Ivermectin gegn kórónuveirunni og það er eitthvað sem heilbrigðisyfirvöldum hugnast ekki.

Ivermectin er aðallega notað til að verja húsdýr gegn sníkjudýrum. Það hefur ekki verið samþykkt til notkunar á fólki og alls ekki sem lyf gegn kórónuveirunni.

Á heimasíðu FDA kemur fram að það sé „skiljanlegt“ og „komi ekki á óvart“ að Bandaríkjamenn horfi í kringum sig í leit að öðrum aðferðum til að takast á við kórónuveiruna, sérstaklega í ljósi þess hversu margir hafa látist af hennar völdum.

Sumum er gefið Ivermectin gegn sníkjudýrum en FDA leggur áherslu á að það sé mikill munur á því Ivermectin sem húsdýr fá og því Ivermectin sem fólk fær. Mesti munurinn er á styrkleika lyfsins. „Fyrst og fremst er lyfið fyrir húsdýr sterkara því það er notað fyrir stór dýr á borð við hesta og kýr sem eru mun þyngri en við. Svo stórir skammtar geta verið fólki hættulegir,“ segir á heimasíðunni.

NBC segir að afleiðingar þess að nota Ivermectin geti verið allt frá ógleði og uppköstum til þess að enda í dái og deyja. Segir miðillinn að það sé aðallega mikil dreifing rangra upplýsinga sem hafi orðið til þess að FDA hafi nú gripið til þess ráðs að vara við notkun Ivermectin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“