fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Talibanar stefna til Panjshir-héraðsins sem þeir hafa ekki á sínu valdi – Varar við blóðsúthellingum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 08:00

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg hundruð liðsmenn Talibana eru nú á leið til Panjshir í Afganistan en héraðið er eitt fárra svæða í Afganistan sem Talibanar hafa ekki á sínu valdi. Ahmad Massoud, leiðtogi vopnaðra sveita í héraðinu, sagði í gær að sveitirnar muni ekki láta landsvæði sín af hendi og varaði Talibana við blóðbaði. Hann er í forsvari fyrir nokkra vopnaða hópa sem hafa sameinast gegn Talibönum. Hann sagðist vonast til að hægt verði að semja um málin á blóðsúthellinga.

„Við vonum að Talibanar átti sig á að eina lausnin er að setjast við samningaborðið,“ sagði hann í gær en bætti við að ef ekki verði hægt að setjast við samningaborðið séu hersveitir hans reiðubúnar til að berjast gegn Talibönum. „Þeir munu verjast, þeir munu berjast, þeir munu berjast gegn sérhverri einræðisstjórn,“ sagði hann og bætti við að Talibanar muni ekki endast lengi ef þeir halda áfram á sömu braut og fram að þessu. „Við erum reiðubúnir til að verja Afganistan og við vörum við blóðsúthellingum,“ sagði hann.

Hann sagði að her hans sé byggður upp á hermönnum úr afganska stjórnarhernum og sérsveitum hans auk liðsmanna nokkurra vopnaðra hópa í héraðinu.

Panjshir hefur lengi verið þekkt sem hérað þar sem mikil andstaða hefur verið við Talibana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga