fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Talibanar segja Bandaríkin bera ábyrgð á ringulreiðinni við flugvöllinn í Kabúl

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 07:21

Fjöldi fólks safnaðist saman við flugvöllinn á meðan möguleiki var á að komast úr landi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talibanar komu í gær á reglu í öngþveitinu fyrir utan flugvöllinn í Kabúl. Þeir fengu fólk til að fara í röð og halda henni með því að berja það með prikum og skjóta upp í loftið. Þeir segja að ástandið við flugvöllinn sé algjörlega á ábyrgð Bandaríkjamanna.

Talibanar hafa nú haft Kabúl á sínu valdi í um viku en Bandaríkjamenn hafa alþjóðaflugvöll borgarinnar á sínu valdi.

„Bandaríkin, með styrk sinn og búnað, hafa ekki getað komið á reglu við flugvöllinn. Það er friður um allt land nema á flugvellinum í Kabúl,“ sagði Amir Khan Mutaqi, talsmaður Talibana.

Reuters hafði eftir ónafngreindum heimildarmanni hjá NATO í gær að minnst 20 hafi látist í og við flugvöllinn síðustu sjö daga. Ekki er vitað hvað varð öllum að bana en vitað er að nokkrir tróðust eða krömdust til bana í mannþrönginni.

Fólk streymdi enn til flugvallarins í gær í von um að komast úr landi.

Talibanar komu upp röðum við flugvöllinn í gær með því að skjóta upp í loftið og berja fólk með prikum að sögn sjónarvotta. „Þetta hefur flýtt ferlinu,“ sagði James Heappey, varnarmálaráðherra Bretlands, í samtali við BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð