fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Henri hefur tekið landi á Rhode Island – Mörg hundruð þúsund manns án rafmagns

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 06:18

Áhrifa Henri gætti í Queens í New York í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitabeltisstormurinn Henri tók land á Rhode Island í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðartíma. Að sögn bandarísku fellibyljastofnunarinnar NHC tók hann land nærri bænum Westerly. Vindhraðinn mældist 95 km/klst og úrhellisrigning fylgdi með.

Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla þá eru mörg hundruð þúsund manns nú án rafmagns og mörg þúsund heimili eru einnig án vatns. Dan McKee, ríkisstjóri í Rhode Island, sagði í gær að hann reikni með að afleiðingar óveðursins verði alvarlegar, til dæmis rafmagnsleysi og flóð. Heldur dró úr styrk Henri í gær og var hann færður úr flokki fellibylja niður í hitabeltisstorm.

Reiknað er með að áfram muni draga úr styrk hans en rigning og flóð munu ógna norðausturhluta Bandaríkjanna fram á kvöld.

Joe Biden, forseti, sagði að staðan væri alvarleg vegna þess hversu öflugur Henri er og þeirra miklu úrkomu sem honum fylgir.

35 milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið viðvörun um yfirvofandi flóð vegna Henri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift