fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Heimsfaraldurinn hefur ýtt undir nýja tegund glæpa í Bretlandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 11:30

Schnauzer hundur - Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft margvísleg áhrif um allan heim. Meðal þessara áhrifa er að fjölmargir hafa fengið sér hund, líklega vegna þess að fólk hefur þurft að vera heima löngum stundum vegna sóttvarnareglna. En þessi mikli hundaáhugi hefur kynt undir nýrri tegund glæpa í Bretlandi. Þjófnaði á gæludýrum, aðallega hundum.

2019 og 2020 fjölgaði kærum vegna stolinna gæludýra um 170% Í Bretlandi miðað við árin á undan. Fá þessara mála hafa endað með ákærum.

The Guardian segir að samtökin Blue Cross vari nú hundaeigendur við vegna þessa faraldurs.

Samtökin hvetja hundaeigendur til að setja örflögur í hunda sína, halda sig á ákveðnum göngustígum þegar þeir viðra þá og ekki birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum.

The Guardian segir að þjófarnir steli yfirleitt hundum í hverfum velstæðra en þar fara þeir inn í garða og lokka hundana til sín með góðgæti.  

Heimsfaraldurinn hefur valdið því að verð á hundum hefur hækkað mikið í Bretlandi. Verð á hreinræktuðum hvolpum hefur fjórfaldast síðan heimsfaraldurinn skall á og er nú að sögn hægt að selja þá á sem nemur allt að 1,4 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?