2019 og 2020 fjölgaði kærum vegna stolinna gæludýra um 170% Í Bretlandi miðað við árin á undan. Fá þessara mála hafa endað með ákærum.
The Guardian segir að samtökin Blue Cross vari nú hundaeigendur við vegna þessa faraldurs.
Samtökin hvetja hundaeigendur til að setja örflögur í hunda sína, halda sig á ákveðnum göngustígum þegar þeir viðra þá og ekki birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum.
The Guardian segir að þjófarnir steli yfirleitt hundum í hverfum velstæðra en þar fara þeir inn í garða og lokka hundana til sín með góðgæti.
Heimsfaraldurinn hefur valdið því að verð á hundum hefur hækkað mikið í Bretlandi. Verð á hreinræktuðum hvolpum hefur fjórfaldast síðan heimsfaraldurinn skall á og er nú að sögn hægt að selja þá á sem nemur allt að 1,4 milljónum íslenskra króna.