Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ítölsku eldfjallastofnuninni. Fram kemur að Etna sé nú orðin 3.357 metra há. Ástæðan er að eldfjallið hefur verið virkt á þessu ári og hefur sent frá sér mikið magn af hrauni og öðrum efnum sem hafa byggst upp við suðausturgíg þess sem er nú orðinn hæsti punktur þess.
Fjórir gígar eru á toppi Etnu en fram að þessu hefur sá sem er í norðaustri verið sá hæsti en hann náði 3.350 metra hæð 1980.