The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að hvítu fólki hafi fækkað um 8,6% frá 2010 og er það nú 58% af þjóðinni. Fólki af spænskum eða latneskum uppruna fjölgaði um 23% og fólki af asískum uppruna fjölgaði um 35%. Svörtu fólki fjölgaði um 5,6%.
Þessar niðurstöður verða notaðar þegar þingmenn í ríkjum landsins byrja fljótlega að ákveða kjördæmaskiptingu þess fyrir kosningar í fulltrúadeild þingsins og ríkisþingin en kjördæmin eru 435. Sú skipting mun gilda næstu 10 árin.
Eins og fyrir 10 árum er reiknað með að Repúblikanar muni stýra þessari vinnu og notfæra sér stöðu sína til að teikna upp kjördæmi sem eru sérstaklega hagstæð fyrir frambjóðendur flokksins. Nýja kjördæmaskiptingin gæti gert lítið úr pólitískum áhrifum minnihlutahópa sem standa á bak við mannfjölgun í landinu.