Aftonbladet skýrir frá þessu. Hinir handteknu eru frá Svíþjóð, Póllandi og Spáni. Þeir eru grunaðir um smygl og sölu á fíkniefnum í mörgum Evrópuríkjum en aðallega á Spáni.
Aðgerðir lögreglunnar gegn genginu hafa staðið yfir síðan í árslok 2018 en þá lýsti sænska lögreglan eftir fjölda manna sem ferðuðust reglulega á milli Svíþjóðar og Spánar með stórar fíkniefnasendingar. Þessir aðilar tengjast glæpagengjum sem stýra fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi og Gautaborg. Lögreglan telur að gengið hafi staðið á bak við 50 morð í Svíþjóð.
Lögreglan hefur lagt hald á tvö tonn af kannabis og mikið magn kókaíns, amfetamíns og fleiri fíkniefna í aðgerðum sínum.
Meðlimir gengisins eru sagðir hafa lifað lúxuslífi á Spáni en lögreglan hefur lagt hald á bíla, báta, mótorhjól og dýr listaverk hjá þeim. Einnig hefur verið lagt hald á 60 lúxusíbúðir sem eru taldar hafa verið keyptar fyrir ágóða af fíkniefnasölu.