fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Ríkisstjórinn í Texas er smitaður af kórónuveirunni – Andstæðingur sóttvarnaaðgerða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 07:59

Greg Abbott. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, er smitaður af kórónuveirunni og er nú í einangrun. Embætti hans skýrði frá þessu í gærkvöldi. Abbott, sem er Repúblikani, var bólusettur gegn veirunni á síðasta ári. Hann er sagður við góða heilsu og sýni engin einkenni smits.

Eiginkona hans greindist ekki með smit og þeim sem hafa umgengist Abbott að undanförnu hefur verið tilkynnt um málið.

Sjúkrahús í Texas eru undir miklu álagi vegna faraldursins og eru við það að láta undan álagi en þar liggja nú rúmlega 12.000 manns sem eru með COVID-19.

Abbott greindist með veiruna degi eftir að hann birti mynd af sér, án andlitsgrímu, á samkomu innanhúss í Dallas. Með honum á myndinni eru aðrir Repúblikana og eru þeir sömuleiðis ekki með andlitsgrímur.

Abbott er ekki hlynntur sóttvarnaaðgerðum og hefur meðal annars bannað skólayfirvöldum í ríkinu að krefjast þess að nemendum og starfsfólki verði gert að nota andlitsgrímur og hann hefur einnig bannað að fólk sé krafið um bólusetningarvottorð. Verslanir og veitingastaðir mega heldur ekki meina óbólusettu fólki aðgang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags