fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Missti foreldra sína og bróður úr COVID-19 – Vildu ekki láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 05:59

Shaul og Francis og foreldrar þeirra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Francis Goncalves er sannfærður um að ef foreldrar hans, Charmagne 65 ára og Basil 73 ára, og bróðir hans, Shaul 40 ára, hefðu látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni væri að minnsta kosti eitt þeirra á lífi. En svo er ekki því þau létust öll þrjú nýlega af völdum COVID-19.

Öll höfðu þau neitað að láta bólusetja sig. Sky News og BBC skýra frá þessu. Fram kemur að Francis eigi sér því þá heitustu ósk að fólk láti bólusetja sig.

„Þau voru hrædd. Þau fengu mikið af upplýsingum af Internetinu. Þú getur kallað það rangar upplýsingar,“ sagði Francis í samtali við Sky News.

Hann sagði að fjölskyldan hafi verið mötuð á samsæriskenningum um bóluefni og þau hafi trúað þeim. Foreldrar hans glímdu þess utan við ákveðin heilsufarsvandamál. Hann segist sannfærður um að þau hefðu átt að láta bólusetja sig. „Ef þau hefðu látið bólusetja sig þá tel ég að minnsta kosti eitt þeirra væri enn hjá mér,“ sagði hann.

Hann býr í Cardiff í Wales en foreldrar hans og Shaul fluttu fyrir nokkrum árum til Portúgal. Francis þurfti því að fara þangað til að heimsækja þau á sjúkrahúsið. En hann gat ekki rokið af stað vegna sóttvarnaaðgerða. Hann varð að fá neikvæða niðurstöður úr PCR-prófi áður en hann gat farið af stað. En áður en hann komst á áfangastað voru bróðir hans og faðir látnir. Bróðir hans lést 17. júlí og faðir hans þremur dögum síðar.

Francis náði að komast til móður sinnar áður en hún lést. Hann komst til hennar 23. júlí og daginn eftir lést hún. „Ég áttaði mig á hún hafði það verra en ég hélt. Ég fékk símtal um að hún væri látin. Ekkert getur búið þig undir þetta,“ sagði hann.

Skyndilega stóð hann einn í Portúgal og varð að skipuleggja þrefalda útför. Fjölskylda hans var jarðsett á þeim stað í kirkjugarðinum þar sem fólk, sem hefur látist af völdum COVID-19, er jarðsett. „Útfararferlið var erfitt. Sérstaklega þegar maður þarf að kaupa þrjár kistur, þrjá skammta af blómum og þú sérð þrjá líkbíla við kirkjugarðinn,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum