Expressen skýrir frá þessu. Fram kemur að tantrahátíð hafi verið haldin í bænum Molkom með þeim afleiðingum að 106 þátttakendur smituðust af kórónuveirunni. Þetta hefur vakið upp hörð viðbrögð bæjarbúa sem krefjast þess sumir að hátíð næsta árs verði aflýst eða hún flutt til annars bæjar.
Í kjölfar smitanna hafa hátíðarhaldarar aflýst nokkrum svipuðum hátíðum næstu vikur. Anna Skogstram, læknir, segir að sárafáir af þátttakendunum hafi verið bólusettir gegn kórónuveirunni.