Hitamælingin í Syracuse hefur ekki enn verið staðfest af Alþjóðaveðurfræðistofnunni en óháð því þá segir Stott að mælingin sýni í hvaða átt stefni varðandi hita í álfunni. „Líkurnar á að við sjá öfgahita á hverju sumri eru orðnar ansi miklar,“ segir hann.
„Við getum ekki sagt nákvæmlega hvenær það mun gerast en það mun líklegast gerast við Miðjarðarhafið þar sem áhrif heits lofts frá Norður-Afríku eru mest,“ segir hann.
Núverandi hitamet, sem hefur verið staðfest, er frá 1977 en þá mældust 48 stig í Grikklandi. Stott segir að nýjar greiningar sýni að vegna áhrifa loftslagsbreytinganna sé nú fimm sinnum líklegra að hitamet falli en áður.