fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Hyggjast gera bólusetningu að skyldu hjá bandarískum hermönnum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 17:30

Bandarískir hermenn undirbúa bólusetningu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liðsmenn Bandaríkjahers verða að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni og verð skyldaðir til þess frá 15. september næstkomandi. Þessi dagsetning getur þó færst fram ef bandaríska lyfjastofnunin veitir bóluefninu frá Pfizer/BioNTech fullt markaðsleyfi á næstunni en öll bóluefnin gegn veirunni eru nú með neyðarleyfi.

Varnarmálaráðuneytið tilkynnti nýlega að öllum hermönnum verði skylt að láta bólusetja sig gegn veirunni og fagnaði Joe Biden, forseti, þessu. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, sagði að herinn þurfi að vera heilbrigður og við öllu búinn ef hann á að geta varið þjóðina. Hann hvatti alla hermenn og borgaralega starfsmenn hersins sem og verktaka sem starfa fyrir hann til að láta bólusetja sig nú þegar. Hann sagði að öll þau bóluefni sem bandaríska lyfjastofnunin hafi heimilað notkun á gegn kórónuveirunni sé örugg og virki vel.

Í minnisblaði sem Mark Milley, formaður herráðsins, sendi frá sér eftir tilkynningu varnarmálaráðuneytisins kemur fram að hann styðji þessa ákvörðun sem sé nauðsynleg. Bóluefni séu besta vörnin gegn COVID-19. Hann sagði einnig að deildir hersins hafi nú nokkrar vikur til að undirbúa bólusetningar, ákveða hversu mikið magn þær þurfa og hvernig staðið verður að framkvæmdinni.

Með þessari ákvörðun bætist bólusetning gegn kórónuveirunni á lista yfir bóluefni sem starfsmenn hersins verða að láta bólusetja sig með. Það er mismunandi eftir staðsetningu þeirra í heiminum hversu mörg bóluefni þeir þurfa en þeir sem þurfa að fá flest fá 17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?