Þremenningarnir eru Rudy Giuliani, Sidney Powell og Mike Lindell. Dominion framleiðir vélar sem eru notaðar við atkvæðagreiðslu í kosningum í Bandaríkjunum.
Carl Nichols, dómari í Washington D.C., úrskurðaði á miðvikudaginn að málinu skyldi haldið áfram og vísaði þar með frávísunarkröfu þremenningana frá. Hann sagði að þeir gætu ekki skýlt sér á bak við tjáningarfrelsi. Hann vísaði einnig kröfu Rudy Giuliani frá um að málarekstrinum skyldi hætt vegna þess að skaðabótakrafan væri ekki nægilega nákvæm.
Talsmaður Dominion sagði að fyrirtækið fagni því að málinu verði haldið áfram og að þremenningarnir svari fyrir orð sín. Dominion krefst sem svarar til um 162 milljarða íslenskra króna í bætur frá þremenningunum. Fyrirtækið kærði á þriðjudaginn tvo íhaldssama fréttamiðla fyrir svipuð ummæli og þremenningarnir létu falla en þeir tóku allir undir staðlausar fullyrðingar Trump um að Joe Biden gæti ekki hafa sigrað í kosningunum án þess að fá hjálp frá kosningavélum Dominion.