fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Vinir Trump töpuðu fyrir dómi – Fá máli ekki vísað frá

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 20:30

Rudy Giuliani. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír vinir Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, töpuðu á þriðjudaginn frávísunarmáli gegn fyrirtækinu Dominion. Fyrirtækið hefur höfðað mál á hendur þremenningunum fyrir meiðyrði í kjölfar forsetakosninganna í nóvember en þá sögðu þeir að fyrirtækið hefði tekið þátt í kosningasvindli og hafi hagrætt talningu atkvæða Joe Biden í hag.

Þremenningarnir eru Rudy GiulianiSidney Powell og Mike LindellDominion framleiðir vélar sem eru notaðar við atkvæðagreiðslu í kosningum í Bandaríkjunum.

Carl Nichols, dómari í Washington D.C., úrskurðaði á miðvikudaginn að málinu skyldi haldið áfram og vísaði þar með frávísunarkröfu þremenningana frá. Hann sagði að þeir gætu ekki skýlt sér á bak við tjáningarfrelsi. Hann vísaði einnig kröfu Rudy Giuliani frá um að málarekstrinum skyldi hætt vegna þess að skaðabótakrafan væri ekki nægilega nákvæm.

Talsmaður Dominion sagði að fyrirtækið fagni því að málinu verði haldið áfram og að þremenningarnir svari fyrir orð sín. Dominion krefst sem svarar til um 162 milljarða íslenskra króna í bætur frá þremenningunum. Fyrirtækið kærði á þriðjudaginn tvo íhaldssama fréttamiðla fyrir svipuð ummæli og þremenningarnir létu falla en þeir tóku allir undir staðlausar fullyrðingar Trump um að Joe Biden gæti ekki hafa sigrað í kosningunum án þess að fá hjálp frá kosningavélum Dominion.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans