fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Vilja opna Nýja-Sjáland fyrir útlendingum vegna skorts á vinnuafli

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 20:33

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa landamæri Nýja-Sjálands verið lokuð til að halda veirunni fjarri. En nú standa landsmenn frammi fyrir nýjum vanda vegna þessa. Eftir 18 mánaða lokun landamæranna er farið að bera á skorti á vinnuafli því útlendingar hafa ekki getað komið til landsins til að vinna.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra, sæti því miklum þrýstingi þessa dagana frá einkageiranum og opinbera geiranum um að opna landamærin til að hægt verði að fá fólk til starfa. Meðal þeirra sem þrýsta á ríkisstjórnina eru samtök hjúkrunarfræðinga sem munu væntanlega boða til verkfalls síðar í mánuðinum. „Við erum háð því að fá góða erlenda hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt vinnunni okkar. En með lokuðum landamærum fáum við enga,“ segir Glenda Alexander hjá samtökum hjúkrunarfræðinga og bætti við að heimafólk vilji ekki starfa sem hjúkrunarfræðingar vegna vinnuálags og lágra launa.

 Um 2.500 smit hafa komið upp á Nýja-Sjálandi frá upphafi heimsfaraldursins og 26 hafa látist af völdum veirunnar. 21% landsmanna hafa lokið bólusetningu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti