Sky News skýrir frá þessu. Miklir hitar hafa verið á Sikiley að undanförnu og gróðureldar hafa herjað á eyjuna og hitinn í gær virðist hafa slegið fyrri met. Alþjóðaveðurfræðistofnunin WMO þarf að staðfesta mælinguna til að hún teljist gild og þar með nýtt evrópskt met.
Miklir hitar hafa verið víða við Miðjarðarhafið að undanförnu og hefur það haft fjölda gróðurelda í för með sér í Grikklandi, Tyrklandi, Alsír og víðar. Í Grikklandi hafa mörg þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín og fjöldi húsa hefur brunnið. Slökkviliðsmenn frá Bretland, Póllandi og Þýskalandi hafa verið sendir grískum starfsbræðrum sínum til aðstoðar í baráttunni við eldana.