Myndbandið var birt á mánudaginn en í því sjást grímuklæddir og þungvopnaðir menn standa hjá manni, sem situr við lítið skrifborð, sem flytur skilaboð sem hann segir vera frá Rubén Oseguera Cervantes, einnig þekktur sem El Mencho, leiðtoga Jalisco New Generation eiturlyfjahringsins. Ekki er vitað hvort það er Cervantes sjálfur sem les skilaboðin.
Í skilaboðunum er kvartað undan því að Milenio Television, fréttastöð sem nær til alls landsins, sé á bandi varnarsveita sem berjast gegn eiturlyfjahringnum í Michoacán ríki. Azucena Uresti, aðalfréttaþulur stöðvarinnar, er sérstaklega nefnd á nafn og hótað að drepa hana og láta hana éta orð sín. Maðurinn segir að varnarsveitirnar séu ekkert annað en eiturlyfjasalar því engir aðrir hafi efni á viðlíka vopnabúnaði og þær hafa yfir að ráða.