fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Kennarinn fór á stefnumót – Nú er hann fyrir dómi ákærður fyrir hryllilega hluti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 06:59

Þýskur dómsalur. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári mæltu 41 árs þýskur kennari og 43 ára þýskur bifvélavirki sér mót í gegnum stefnumótasíðuna Romeo-Planet. Óhætt er að segja að stefnumótið hafi endað með hryllingi og nú situr kennarinn á ákærubekknum.

Á þriðjudaginn hófust réttarhöld yfir manninum, sem þýskir fjölmiðlar nefna Stefan R. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt bifvélavirkjan með það í huga að borða hann. Kennarinn, sem kennir stærðfræði og efnafræði, kallaði sig „MasterButcher79“ á stefnumótasíðunni.

Mennirnir mæltu sér mót þann 5. september og segja þýskir fjölmiðlar að þetta sama kvöld hafi Stefan R. myrt manninn. Fyrir dómi sagði saksóknari að Stefan R. hafi leitað „að kynferðislegri fullnægingu með því að myrða“ og hafi haft í huga að borða hluta af líki fórnarlambsins.

Morðið framdi hann í íbúð sinni í Berlín. Lögreglan telur að hann hafi síðan hlutað líkið í sundur. Hann losaði sig síðan við nokkra hluta þess á nokkrum stöðum í borginni. Ekki tókst að finna alla líkamshlutana og telur lögreglan að Stefan R. hafi borðað þá en ákæruvaldið telur sig ekki hafa nægilega sterk sönnunargögn fyrir að hann hafi gert það og því er hann ekki ákærður fyrir mannát, aðeins fyrir að hafa haft í hyggju að borða hluta af líkinu. Hann hafði áður skrifað og rætt um mannát á nokkrum spjallsíðum að sögn þýskra fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?