fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

NASA auglýsir eftir fólki sem vill „búa“ á Mars

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 07:00

Mars Dune Alpha. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA leitar nú að sjálfboðaliðum til að búa í Mars Dune Alpha sem er 1.700 fermetra stórt hús, hannað til að vera sett upp á Mars. Sjálfboðaliðarnir munu fá greitt fyrir þátttökuna og þurfa ekki að fara til Mars.

Húsið er búið til með þrívíddarprentara og er í byggingu við Johnson Space Center í Houston í Texas. Markmiðið með dvölinni í húsinu er að rannsaka áhrif einangrunar á fólk.

Þátttakendur munu þurfa að takast á við ákveðin verkefni, svipuð þeim sem þarf væntanlega að sinna á Mars. Samskipti þeirra við umheiminn verða takmörkuð og þeir munu nota útbúnað eins og verður notaður á Mars. Að auki fá þeir bara mat eins og verður í boði á Mars þegar geimfarar verða sendir þangað.

Þrjár tilraunir af þessu tagi verða gerðar og fara þær fram haustið 2022.

„Við viljum skapa raunverulegar aðstæður, eins og þær eru á Mars. Við viljum öðlast þekkingu á hvernig fólk stendur sig við slíkar aðstæður,“ segir Grace Douglas, hjá NASA.

Opnað var fyrir umsóknir á föstudaginn en það geta ekki allir sótt um. Til að geta sótt um þarf fólk að vera með meistaragráðu í einhverri vísindagrein, verkfræði eða stærðfræði eða með reynslu sem flugmenn. Fólk verður að vera í góðu formi og má ekki þjást af neinu fæðuóþoli. Þess utan eru það aðeins Bandaríkjamenn á aldrinum 30 til 55 ára sem eru gjaldgengir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti
Pressan
Í gær

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 2 dögum
Fannst eftir 41 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjar upplýsingar um barnamorðingjann – Hefði getað drepið 12.000 manns

Nýjar upplýsingar um barnamorðingjann – Hefði getað drepið 12.000 manns
Pressan
Fyrir 5 dögum

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðamannaland fer nýja leið til að takast á við vatnsskort – Fylla sundlaugarnar með sjó

Ferðamannaland fer nýja leið til að takast á við vatnsskort – Fylla sundlaugarnar með sjó