Farrel lýsti Fauci sem „valdasjúkum lygalaupi“ sem væri hluti af samsæri „valdasjúkra frjálslyndra klikkhausa“ og hvatti hlustendur sína til að láta ekki bólusetja sig.
Hann skipti að sögn um skoðun varðandi bóluefnin eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda sinna en lést þann 4. ágúst, 65 ára að aldri. „Hann sendi mér sms og sagði mér að „fá það (bóluefnið, innsk. blaðamanns)“. Hann sagði mér að veiran væri ekkert grín og sagði: „Ég vildi að ég hefði fengið bóluefni!“,“ sagði Amy Leigh Hair, vinkona hans á Facebook.
Farrel, sem var frá New York, stýrði útvarpsþáttum í Flórída og var fréttaþulur hjá Newsmax sem er hægrisinnuð fréttastöð.
Farrel var stuðningsmaður Donald Trump og tók af miklum krafti undir samsæriskenningar um að Trump hefði tapað í forsetakosningunum vegna víðtæks kosningasvindls. Hann efaðist einnig um gagnsemi bóluefna gegn kórónuveirunni.