Samkvæmt frétt Jótlandspóstsins þá verður fjármagnið notað til að hrinda leitarverkefninu Disko-Nuussuaq í gang á vesturströnd Grænlands. Peningarnir koma frá KoBold Metals en þar eru Jeff Bezos og Bill Gates meðal eigenda.
KoBold Metals hefur tryggt sér yfirráðarétt yfir 51% af verkefninu með því að leggja fjármagnið til en vonast er til að platína, kóbalt, nikkel og kopar finnist en þetta eru málmar sem eru nauðsynlegir við framleiðslu rafbíla.
Fulltrúar Bluejay segja að svæðið, þar sem leitað verður, líkist Norilsksvæðinu í Rússlandi jarðfræðilega en þar er nikkel og palladín unnið.