Í yfirlýsingu frá Biden segir meðal annars: „Stjórn mín er staðráðin í að tryggja eins mikið gagnsæi og hægt er samkvæmt lögum. Ég fagna ákvörðun dómsmálaráðuneytisins í dag þar sem ákveðið er að fara í gegnum skjöl, sem áður hafði verið ákveðið að væru leynileg, og að það verði gert eins fljótt og unnt er.“
Ættingjar hinna látnu hvöttu Biden til að mæta ekki á minningarathöfn um þá tæplega 3.000 sem létust í árásunum á New York og Washington í bréfi sem þeir birtu á föstudaginn.
Sádí-arabískir ráðamenn hafa neitað því að ráðamenn hafi átt hlut að máli varðandi árásirnar en því hefur lengi verið haldið fram að þeir hafi komið að málum.
Audrey Strauss, saksóknari á Manhatta, sagði í gær að alríkislögreglan FBI hafi ákveðið að endurskoða fyrri ákvarðanir um af hverju megi ekki opinbera sumar þeirra upplýsinga sem ættingjar hinna látnu hafa farið fram á að fá.