fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Danska lögreglan hefur lagt hald á 430 bíla á fjórum mánuðum – Ný lög um brjálæðisakstur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. mars síðastliðinn tóku breytingar á dönsku umferðarlögunum gildi. Lögreglunni var þá gert kleift að leggja hald á ökutæki þeirra sem eru grunaðir um það sem kalla má brjálæðisakstur á íslensku. Síðan þá hefur lögreglan lagt hald á 428 ökutæki.

Lögreglan leggur hald á ökutækin og síðan fara saksóknarar fram á það fyrir dómi að þau verði gerði upptæk til ríkisins. Engu máli skiptir hver er skráður eigandi ökutækis sem er notað við það sem flokkast sem brjálæðisakstur, lögreglan leggur hald á það.

Undir skilgreininguna á brjálæðisakstri falla til dæmis of hraður akstur þar sem ekið er að minnsta kosti tvöfalt hraðar en heimilt er en þó að lágmarki á 100 km/klst eða yfir 200 km/klst, ölvunarakstur og ítrekaður akstur sviptur ökuréttindum.

Samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóraembættinu þá eru tæplega 40% þeirra ökutækja sem hald hefur verið lagt á í eigu einhvers annars en ökumannanna. Meðal eigendanna eru fjármögnunarfyrirtæki en þau eru mjög ósátt við þetta því þau missa ökutæki sín með haldlagningunni. Að minnst kosti tvö fjármögnunarfyrirtæki hafa látið reyna á það fyrir dómi hvort það standist lög að lögreglan leggi hald á ökutæki í þeirra eigu vegna meintra umferðarlagabrota leigutaka. Bæði undirréttur og Landsréttur hafa staðfest að lögreglunni sé heimilt að leggja hald á ökutækin. Málin bíða þess nú að fara fyrir dóm í haust þar sem saksóknarar munu krefjast þess að ökutækin verði gerð upptæk til ríkisins.

Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóraembættinu þá eru það ungir karlmenn sem eru í meirihluta þeirra sem hafa komið við sögu í málum af þessu tagi, eins og er raunar staðreynd í öllum öðrum tegundum umferðarlagabrota í Danmörku.

Nokkrir hafa verið kærðir oftar en einu sinni fyrir brjálæðisakstur og hafa því misst fleiri en eitt ökutæki í hendur lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð