The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að drengurinn sé sakaður um að viljandi kastað af sér vatni á teppi á bókasafni þar sem rit um trúarleg efni eru geymd. Þetta á hann að hafa gert í síðasta mánuði. Ákærur fyrir guðlast geta haft dauðadóm í för með sér.
Lögmönnum og sérfræðingum í lögum er mjög brugðið vegna kærunnar á hendur drengnum en aldrei áður hefur nokkur svo ungur verið kærður fyrir guðlast í Pakistan.
Lög um guðlast hafa mikið verið notuð gegn minnihlutahópum í Pakistan. Enginn hefur verið tekinn af lífi fyrir guðlast síðan dauðarefsing var tekin upp fyrir slík brot 1986 en æstur múgur ræðst oft á og drepur fólk sem er sakað um guðlast.