Eldurinn breiðist hratt út og mikill reykur fylgir honum. Nú þegar hafa mörg hús orðið eldi að bráð. Slökkviliðsmenn berjast við eldinn á jörðu niðri og njóta aðstoðar sérhannaðrar slökkviflugvélar og þyrlu.
Skógareldar hafa herjað síðustu daga í suðurhluta landsins og á Sikiley og Sardiníu. Mikill hiti, þurrkar og vindur gera að verkum að eldarnir breiðast leifturhratt út. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni.
Ítalir búa sig nú undir hitabylgju næstu daga en samhliða henni getur hættan á skógareldum aukist. Spáð er allt að 45 stiga hita á morgun og miðvikudag.