fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Aukinn straumur afganskra flóttamanna til Tyrklands – Getur haft áhrif í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 06:59

Flóttamenn í Tyrklandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að brottflutningur bandarískra hermanna frá Afganistan hófst hafa sífellt fleiri afganskir flóttamenn komið til Tyrklands. Þeir bætast við um, 3,5 milljónir sýrlenskra flóttamanna sem eru þar fyrir. Á endanum getur þetta haft aukinn þrýsting á ytri landamæri ESB í för með sér.

Árum saman hefur verið stöðugur straumur afganskra flóttamanna og innflytjenda til Tyrklands en þeim hefur fjölgað til muna eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ákvað að kalla bandaríska herliðið heim frá Afganistan. Talíbanar hafa sótt í sig veðrið og tekið yfir stjórn á sífellt stærri landsvæðum í Afganistan og samhliða því hafa sífellt fleiri lagt á flótta.

Á föstudaginn náðu Talibanar höfuðborg Nimroz héraðs á sitt vald en héraðið liggur að Íran. Á laugardaginn var röðin komin að höfuðborg Jawzjan í norðurhluta landsins. „Hermenn og embættismenn hafa hörfað til flugvallarins,“ sagði Qader Malia, vararíkisstjóri, þá. Talibanar ógna einnig fleiri borgum og bæjum og hefur Hvíta húsið gefið heimild fyrir loftárásum á hersveitir þeirra til að styðja við bakið á her afgönsku ríkisstjórnarinnar í baráttunni við Talibana. Í gær náðu þeir síðan þremur mikilvægum borgum á sitt vald, Kunduz, Sar-i-Pul og Taliqan en þær eru allar í norðurhluta landsins.

Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa látist í átökunum. Í Kandahar er talið að Talibanar hafi drepið 800 til 900 manns að sögn Tadin Khan, fyrrum yfirlögregluþjóns í héraðinu. Afganskir fjölmiðlar segja að Nazar Mohammad, sem var vinsæll stjórnmálamaður, hafi verið dreginn út af heimili sínu og skorinn  á háls af Talibönum.

SÞ telja að rúmlega 250.000 Afganar hafi flúið heimili síðan ofbeldið byrjaði að aukast í janúar. Flestir hafa flúið til annarra landshluta en aðrir til annarra landa, þar á meðal Tyrklands. Ekki eru til neinar nákvæmar tölur yfir fjöldann sem hefur komið til Tyrklands en samtökin Serhat Association for Migration Research í tyrkneska landamærabænum Van, sem er aðalleið flóttamanna í gegnum Íran, telja að 500 til 1.000 Afganir komi daglega til Tyrklands. Það eru fimm sinnum fleiri en á sama tíma fyrir ári.

Rúmlega 3,5 milljónir sýrlenskra flóttamanna eru fyrir í Tyrklandi og því hafa stjórnmálamenn miklar áhyggjur af straumi afganskra flóttamanna til landsins en talið er að á milli 200.000 og 600.000 Afganir séu í landinu, flestir hafa komið þangað ólöglega.

Ríkisstjórnin hefur brugðist við með að flýta byggingu múrs með varðturnum á landamærunum að Íran. Landamæravörðum hefur verið fjölgað og öryggissveitir hafa stöðvað för mörg þúsund ólöglegra innflytjenda og flóttamanna og sent aftur til Íran.

Þá gætir vaxandi óánægju í garð Evrópuríkja en tyrkneska ríkisstjórnin telur að Evrópa taki ekki á sig sinn hluta af vandanum en frá 2016 hefur Tyrkland verið nokkurs konar stuðpúði fyrir ESB hvað varðar flóttamenn. Á móti greiðir ESB Tyrkjum milljarða evra árlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár