En velferðarkerfið er ekki eins gott og á Norðurlöndunum og mörg göt eru í því og því finna milljónir landsmanna fyrir. Um 14 milljónir þeirra búa við fátækt eða eru við fátækramörkin. Margir þeirra eru með eitt eða fleiri störf en það dugir ekki til. Fátæktarmörkin eru miðuð við 60% af meðallaunum einstaklings eða sem svarar til um 160.000 íslenskra króna á mánuði. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur ekki orðið til þess að bæta stöðuna. Christopher Butterwegge, sérfræðingur, segir að staðan sé mikið áhyggjuefni þar sem þeir ríku verði sífellt ríkari og hinum fátæku fjölgi. ARD skýrir frá þessu.
Laun í mörgum starfsgreinum eru lág og það gerir fólki erfitt fyrir við að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum, jafnvel þótt það sé í fleiri en einu starfi. Sífellt fjölgar í hópi þeirra sem sitja fastir um langa hríð í fátækt eftir að þeir detta niður í þann hóp. Þeir hópar sem eru í mestri hættu á að lenda í fátækt eru fólk án menntunar, einstæðir foreldrar, innflytjendur og fjölskyldur með þrjú eða fleiri börn. Ellilífeyrisþegar eru einnig í hættu á að verða fátækt að bráð.
Að meðaltali elst fimmta hvert þýskt barn upp í fátækt. Það hefur áhrif á möguleika þeirra á að standa sig vel í skóla og mennta sig.