New York Post skýrir frá þessu. Fram kemur að pilturinn hafi verið með fjölskyldu sinni þegar þetta gerðist. „Það var mikið af ferðamönnum þarna. Pilturinn hljóp um með yngri systur sinni og þau skemmtu sér. Einn af vinnufélögum mínum sagði þeim að þau mættu ekki hlaupa. En þegar hann kom upp á áttundu hæð stökk hann bara fram af,“ er haft eftir öryggisverði á svæðinu.
Heimildarmenn innan lögreglunnar segja að pilturinn hafi glímt við þunglyndi og hafi áður reynt að fyrirfara sér.
Skúlptúrnum, sem er 45 metra hár, var einnig lokað í janúar eftir að 21 árs karlmaður hafði stokkið fram af honum.
Aftur var opnað í maí eftir að öryggisráðstafanir höfðu verið hertar. Meðal annars má fólk ekki lengur koma eitt og einnig var búið að koma skiltum upp við handriðið en á þeim voru skilaboð sem áttu að telja fólk af að taka eigið líf.
Skúlptúrinn hefur verið gagnrýndur frá upphafi því handriðið og grindverkið á honum ná fullorðnu fólki aðeins upp að mitti.