fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

„Ég gerði mistök“ segir Bill Gates

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 06:50

Bill Gates er ekki á flæðiskeri staddur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí tilkynntu Bill og Melinda Gates að þau ætluðu að skilja eftir 27 ára hjónaband. Á mánudaginn gekk skilnaðurinn í gegn. Bill Gates ræddi við Anderson Cooper, fréttamann hjá CNN, um skilnaðinn og fleira í vikunni.

Aðspurður um líðan sína sagði Bill að skilnaðurinn markaði sorgleg tímamót. Melinda væri góð manneskja og það að binda enda á hjónaband þeirra hefði mikla sorg í för með sér. „Við tölum saman og vinnum saman í sjóðnum og við munum reyna að halda því áfram,“ sagði og átti þar við samstarf þeirra í mannúðarsjóði þeirra, Bill and Melinda Gates Foundation.

Cooper fór síðan inn á umfjallanir New York Times og Wall Street Journal um að Melinda hafi haft áhyggjur af því að Bill umgekkst barnaníðinginn Jeffrey Epstein sem hafði þá hlotið dóm fyrir að hafa selt unglingsstúlku í vændi. „Getur þú útskýrt samband þitt við Epstein? Hafðir þú áhyggjur af því?“ spurði Cooper.

„Auðvitað. Ég snæddi oft með honum því ég vonaðist til þess að það sem hann sagði um að gefa milljarða til mála tengdum alþjóðarheilbrigðismálum myndi rætast en þegar það stefndi í að ekkert yrði af því sleit ég þessu,“ svaraði Bill og bætti við: „En það voru mikil mistök að umgangast hann og veita honum trúverðugleika með nærveru minni. Það voru margir aðrir í þessari sömu stöðu en ég gerði mistök.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“