fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Skýrir frá sorglegu atriði varðandi útför Philip drottningarmanns

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 05:58

Drottningin í útför Philip þann 17. apríl. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin af Elísabetu II Bretadrottningu sitjandi ein á bekk í kirkjunni við útför eiginmanns síns, Philip prins, fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina í apríl. Vegna heimsfaraldursins gátu aðrir úr fjölskyldunni ekki setið hjá drottningunni.

Þau voru gift í um 70 ár og var Philip stoð hennar og stytta. Peter Phillips, elsta barnabarn Elísabetar, skýrði nýlega frá því að það hafi verið sérstaklega erfitt við útförina að fjölskyldumeðlimir gátu ekki farið til Elísabetar og faðmað hana. BBC skýrir frá þessu. „Hugur okkar var hjá ömmu minni. Við reyndum að styðja hana eins vel og við gátum. Allir sáu myndirnar af hennar hátign sitjandi alein. Þetta hefði verið eins hjá öllum fjölskyldum, það erfiðasta var að mega ekki faðma þann sem stóð þeim, sem við höfðum misst, næst,“ er haft eftir honum.

Peter Phillips er 43 ára og er elsta barnabarn drottningarinnar en hann er einkasonur Önnu prinsessu en hún eignaðist hann með fyrsta eiginmanni sínum, Mark Phillips.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti