fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Sautján brúðkaupsgestir létust af völdum eldingar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 06:47

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sautján létust og á annan tug slasaðist í gær þegar eldingu sló niður í bát í norðvesturhluta Bangladess. Brúðkaupsveisla stóð yfir í bátnum þegar þetta gerðist.

CNN segir að eldingunni hafi slegið niður þegar báturinn var að leggja að bryggju í Shibqani þar sem gestirnir ætluðu heim til föður brúðarinnar.

Fjórtán voru fluttir á sjúkrahús að sögn talsmanns slökkviliðsins. Brúðguminn var meðal þeirra slösuðu.

Eldingar verða mörg hundruð manns að bana í Bangladess árlega. Yfirvöld lýstu eldingar sem náttúruhamfarir árið 2016 eftir að rúmlega 200 manns létust í maí, þar af 82 á einum og sama deginum.

Flestum eldingum slær niður frá mars og fram í júlí en þá er hlýjast í landinu. Sérfræðingar segja að eldingum, sem lendi í byggð, hafi fjölgað og sé það vegna þess að mikið hafi verið gengið á skóglendi en með því hafi mörg há tré verið felld en þau drógu eldingar til sín áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði