fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Sautján brúðkaupsgestir létust af völdum eldingar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 06:47

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sautján létust og á annan tug slasaðist í gær þegar eldingu sló niður í bát í norðvesturhluta Bangladess. Brúðkaupsveisla stóð yfir í bátnum þegar þetta gerðist.

CNN segir að eldingunni hafi slegið niður þegar báturinn var að leggja að bryggju í Shibqani þar sem gestirnir ætluðu heim til föður brúðarinnar.

Fjórtán voru fluttir á sjúkrahús að sögn talsmanns slökkviliðsins. Brúðguminn var meðal þeirra slösuðu.

Eldingar verða mörg hundruð manns að bana í Bangladess árlega. Yfirvöld lýstu eldingar sem náttúruhamfarir árið 2016 eftir að rúmlega 200 manns létust í maí, þar af 82 á einum og sama deginum.

Flestum eldingum slær niður frá mars og fram í júlí en þá er hlýjast í landinu. Sérfræðingar segja að eldingum, sem lendi í byggð, hafi fjölgað og sé það vegna þess að mikið hafi verið gengið á skóglendi en með því hafi mörg há tré verið felld en þau drógu eldingar til sín áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“