fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Norður-Kórea krefst tilslakana á refsiaðgerðum – Vantar „nauðsynjar“ á borð við áfengi og jakkaföt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 16:30

Hótelið trónir yfir Pyongyang í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríki heims hafa árum saman beitt Norður-Kóreu refsiaðgerðum vegna vopnaskaks og kjarnorkutilrauna yfirvalda. Eitthvað virðast þessar aðgerðir vera farnar að bíta því yfirvöld í Norður-Kóreu krefjast nú tilslakana á refsiaðgerðum ef þau eiga að hefja viðræður um kjarnorkumál við Bandaríkin. Norðanmenn vilja meðal annars fá að flytja inn dýr vín og jakkaföt.

Þetta segja suðurkóreskir þingmenn. Þeir segja að grannarnir i norðri vilji einnig að þeim verði heimilað að flytja málma úr landi og kaupa eldsneyti og aðrar nauðsynjar. Þetta kom fram á fundi þingmanna með Park Jie-won, yfirmanni suðurkóresku leyniþjónustunnar.

Leyniþjónustan skýrði einnig frá því að verið væri að dreifa varabirgðum norðurkóreska hersins af hrísgrjónum en mikill matarskortur er í Norður-Kóreu vegna þurrka og ekki bæta refsiaðgerðir alþjóðasamfélagsins úr skák. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur síðan gert ástandið enn verra. Varabirgðir hersins átti að geyma ef til stríðs kæmi og það sýnir því vel hversu slæmt ástandið er að nú sé gengið á þær. The Guardian skýrir frá þessu.

Í síðustu viku voru samskiptaleiðir á milli Kóreuríkjanna opnaðar á nýjan leik að frumkvæði Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Suðurkóreska leyniþjónustan segir að fulltrúar ríkjanna ræðist nú við tvisvar á dag. Í þessum viðræðum hafa norðanmenn sett fram óskir sínar um tilslakanir á refsiaðgerðum. Þeir vilja fá að flytja dýr vín og jakkaföt inn til að dreifa til elítunnar í höfuðborginni Pyongyang að sögn suðurkóresku leyniþjónustunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga