fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Tékkar fá tvo aukafrídaga ef þeir láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 17:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn samþykkti tékkneska ríkisstjórnin tillögu sem felur í sér að embættismenn fá tvo aukafrídaga ef þeir láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Markmiðið með þessu er að fá fleiri til að láta bólusetja sig gegn veirunni.

„Ég hef ekki fundið neina aðra leið til að hvetja fólk til að láta bólusetja sig. Sumir munu kannski gagnrýna þetta og segja að þetta sé ósanngjarnt en mér finnst þetta sanngjarnt,“ sagði Andrej Babis, forsætisráðherra.

Babis, sem er 66 ára, er einn auðugasti maður landsins en hann á eignarhaldsfélagið Agrofert en auður hans byggist á fyrirtækinu. Hann hvetur einkafyrirtæki til að fara sömu leið og bjóða starfsfólki aukafrídaga ef það lætur bólusetja sig. „Allir góðir atvinnurekendur og fyrirtækjaeigendur vita að þeir verða að vernda starfsfólk sitt. Annars standa þeir uppi með veikt fólk í einangrun og þegar upp er staðið hefur það neikvæð áhrif á fyrirtækin,“ sagði hann.

Um 10,6 milljónir búa í Tékklandi og er búið að bólusetja um 4,7 milljónir. Nokkuð stór hreyfing berst gegn bóluefnum og sóttvarnaaðgerðum í Tékklandi og nýtur hún meðal annars stuðnings Vaclav Klaus, fyrrum forseta.

Tékkland er meðal þeirra ríkja heims þar sem flest kórónuveirusmit hafa verið skráð hlutfallslega. Þar hafa nú tæplega 1,7 milljónir tilfella verið skráð en það svarar til um 156.000 smita á hverja eina milljón landsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?