fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Svartur sveppur verður mörg þúsund COVID-19-sjúklingum að bana

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. ágúst 2021 17:30

Sjúklingur á indversku sjúkrahúsi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 45.000 Indverjar hafa veikst af sjúkdómi sem er kallaður „svartur sveppur“ síðustu tvo mánuði. Á fimmta þúsund manns hafa látist af völdum sjúkdómsins sem er sýking sem leggst á fólk. Þessi sýking kemur ofan í heimsfaraldur kórónuveirunnar sem herjar af miklum þunga á Indlandi. Flestir hinna látnu er fólk sem var að jafna sig af COVID-19.

Svartur sveppur, sem heitir mucormycosis, hefur lengi verið landlægur á Indlandi en víðs fjarri því að vera algengur. En tilfellum hans hefur fjölgað mikið í heimsfaraldrinum og hefur sveppurinn lagst sérstaklega mikið á fólk sem er að jafna sig af COVID-19.

Sjúkdómurinn er mjög ágengur og fer illa með fólk. Læknar hafa neyðst til að fjarlægja augu, nef og kjálka af sjúklingum til að koma í veg fyrir að sveppurinn breiðist út og nái til heilans.  

Samkvæmt opinberum tölum er sjúkdómurinn útbreiddastur í Maharashtra en þar hafa tæplega 10.000 tilfelli verið skráð.

Áður en heimsfaraldurinn skall á komu að meðaltali upp 20 tilfelli af svörtum sveppi á ári og aðeins fólk með mjög lélegt ónæmiskerfi átti á hættu að látast af völdum sjúkdómsins. En nú er sagan önnur og mörg þúsund manns hafa smitast. Sérfræðingar telja að það megi rekja til mikillar notkunar á sterum í meðferð á COVID-19-sjúklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Balotelli strax á förum
Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“