Svartur sveppur, sem heitir mucormycosis, hefur lengi verið landlægur á Indlandi en víðs fjarri því að vera algengur. En tilfellum hans hefur fjölgað mikið í heimsfaraldrinum og hefur sveppurinn lagst sérstaklega mikið á fólk sem er að jafna sig af COVID-19.
Sjúkdómurinn er mjög ágengur og fer illa með fólk. Læknar hafa neyðst til að fjarlægja augu, nef og kjálka af sjúklingum til að koma í veg fyrir að sveppurinn breiðist út og nái til heilans.
Samkvæmt opinberum tölum er sjúkdómurinn útbreiddastur í Maharashtra en þar hafa tæplega 10.000 tilfelli verið skráð.
Áður en heimsfaraldurinn skall á komu að meðaltali upp 20 tilfelli af svörtum sveppi á ári og aðeins fólk með mjög lélegt ónæmiskerfi átti á hættu að látast af völdum sjúkdómsins. En nú er sagan önnur og mörg þúsund manns hafa smitast. Sérfræðingar telja að það megi rekja til mikillar notkunar á sterum í meðferð á COVID-19-sjúklingum.