Boðið er upp á þyrluflug þar sem ferðamenn geta virt landið fyrir sér úr lofti. Þetta er eingöngu gert til að reyna að fá smá pening í kassann en landið er í djúpri efnahagslægð, en Alþjóðabankinn segir hana hugsanlega vera eina af tíu alvarlegustu kreppum heimsins síðan um miðja síðustu öld.
Kreppan varð til þess að yfirmenn hersins lögðu heilann í bleyti um hvernig væri hægt að afla fjár til reksturs hans og þyrluferðir urðu niðurstaðan. Fyrir aðeins 150 dollara geta þrír farið í 15 mínútna flug. Það þarf að greiða ferðina fyrir fram og í reiðufé.
Peningarnir verða notaðir til að greiða rekstur hersins, þar á meðal viðhald þyrluflotans en hann er notaður við flutning slasaðra og við slökkvistörf.