Bezos hefur ekki gefið upp alla von um að fá að smíða geimskipið fyrir NASA og hefur nú boðið stofnuninni tveggja milljarða dollara afslátt af því gegn því að fá að smíða geimfar fyrir stofnunina.
Þegar NASA valdi SpaceX sögðu talsmenn stofnunarinnar að þeir hefðu valið eitt fyrirtæki því hún hefði ekki efni á að láta tvö fyrirtæki keppa um verkefnið. En nú reynir Bezos að komast inn í verkefnið með því að bjóða góðan afslátt.
„Vegna fjárskorts féll NASA frá upphaflegri áætlun um að vera með tvö fyrirtæki í verkefninu. Þetta tilboð ryður þeirri hindrun úr vegi. Án samkeppni mun tungláætlun NASA, bæði til skamms tíma og langs, seinka og verða dýrari. Það þjónar ekki hagsmunum þjóðarinnar,“ segir í bréfi Bezos til NASA.
Samningur SpaceX við NASA er upp á tæplega þrjá milljarða dollara. Samningurinn er hluti af Artemisáætluninni en með henni á að afla reynslu með nýjum tunglferðum, reynslu sem nýtist þegar fólk verður sent til Mars á næsta áratug.