Fyrir fjórum árum ógilti hæstiréttur lög sem katalónska þingið samþykkti en í þeim var kveðið á um að „einkaneysla fullorðinna á kannabis væri hluti af grundvallarmannréttindum“.
The Guardian segir að síðan hafi kannabisklúbbarnir starfað á grunni löggjafar borgaryfirvalda í Barcelona en samkvæmt henni var þeim heimilt að starfa. En nú hefur hæstiréttur ógilt þessi lög og segir að borgarstjórninni hafi ekki verið heimilt að setja lög og reglugerðir um mál sem heyra undir ríkisvaldið.